Innlent

Nauðsynlegt að huga að öruggum framúrakstri

STefán Ó. Jónsson skrifar
Visir/stefán
Nú þegar styttist í annan enda helgarinnar og þjóðvegir landsins fyllast af ferðamönnum á heimleið er rétt að huga að umferðaröryggi og hættum sem framúrakstri kunna að fylgja.

Hraði ökutækja er mismunandi og því er framúrakstur óhjákvæmilegur til að umferðin gangi eðlilega fyrir sig. Afar brýnt er að haga framúrakstri eftir aðstæðum og tefla ekki í tvísýnu.  

Á árunum 2009 til 2013 má rekja 109 slys í umferðinni til ógætilegs framúraksturs og önnur 205 til of mikils hraða samkvæmt tölum úr slysaskrám Samgöngustofu og VÍS fjallar um í dag.

Vegagerðin hefur unnið áhættumat á vegum landsins og sett upp merki til að vara við yfirvofandi hættum svom kröppum beygjum, lausagöngu dýra, blindhæðum, einbreiðum brúm og svo framvegis. Mikilvægt er að fylgja þessum merkingum gaumgæfilega til að draga úr óþarfa áhættu.

Umferðarslys árið 2013.Mynd/Samgöngustofa
Það sama má segja um vegina með tilliti til framúraksturs. Þar segir línan, brotin eða heil, til um hvort óhætt sé að skipta um akrein.

Þeir bílar sem fremstir eru geta skapað hættu og þurfa þeir ökumenn að vera meðvitaðir um aksturslag sitt, grípa tækifæri þegar þau gefast til að víkja út í kant og hleypa fram úr. Jafnframt að nota stefnuljós til merkis um að óhætt  sé eða ekki að taka framúr.

Síðastliðinn áratug má rekja þrjú banaslys til ógætilegs framúraksturs. Samkvæmt tölfræði Samgöngustofu eru skráð 15 slys í fyrra þar sem einhver slasaðist af þessum sökum. Vart þarf að sökum að spyrja ef bílar skella saman á 90 km/klst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×