Lífið

Með húmor fyrir sjálfri sér

Victoria Beckham tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega.
Victoria Beckham tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Vísir/Getty
Victoria Beckham segist ekki taka sjálfa sig of alvarlega og að hún sé með húmor fyrir sjálfri sér í viðtali við nýjasta tölublað Elle Singapúr.

Beckham hefur í gegnum tíðina verið sparsöm á að setja upp brosið fyrir framan myndavélarnar. „Það kemur fólki yfirleitt á óvart að ég sé með húmor. Eins mikið og ég tek því alvarlega sem ég geri þá elska ég að gera eitthvað skemmtilegt og hafa gaman.“

Frú Beckham hefur verið að sigra tískuheiminn á undanförnum árum og segist í viðtalinu ná lengst þegar hún fer út fyrir þægindarammann.

„Ég fór ekki út í fatahönnunarheiminn til að sanna eitthvað fyrir neinum nema sjálfri mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.