Innlent

Kvörtuðu undan samráðsleysi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. vísir/daníel
Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu það valda þeim miklum vonbrigðum og sæta furðu að ekki hefði verið haft samráð við þá um dagskrá þingsins í dag.

„Ég hefði haldið að það væri forseta í lófa lagið að halda því til haga að þingið héldi reisn í gegnum þennan vandræðagang hér. En það virðist alltaf vera annað á dagskrá og verra er að sjá forsætisráðherra glotta undan þessum athugasemdum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna í pontu í dag.

Þingið var kallað saman í dag til að fjalla um frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða flugvirkja gegn  Icelandair.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði athugasemdir stjórnarandstöðunnar ósanngjarnar og vísaði gagnrýni þeirra á bug. Hann sagði að um tvennt hafi verið að velja, að kalla Alþingi saman eða að setja bráðabirgðalög. Betri bragur væri á fyrri valmöguleika.


Tengdar fréttir

Þing kallað saman á morgun

Innanríkisráðherra hefur kallað saman Alþingi vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja Icelandair.

Flugvirkjar harma lagasetningu

Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni.

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall

Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×