Lífið

Djammar of mikið að mati nágrannanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nágrannar leik- og söngkonunnar Selenu Gomez voru ekki parsáttir við stjörnuna þegar hún hélt teiti á heimili sínu í Kaliforníu í gær.

Nágrannarnir hringdu á lögregluna og kvörtuðu yfir háværum tónum sem bárust frá heimili hennar um klukkan hálf tólf.

Einn nágranni fullyrti að rúður í gluggum sínum hefðu nötrað vegna tónlistarinnar og var lögreglan mætt á svæðið stuttu síðar til að koma á ró í hverfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.