Lífið

Brady Bunch-stjarna látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Ann B. Davis er látin, 88 ára að aldri. Ann datt illa á heimili sínu og var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést.

Ann hlaut tvö Emmy-verðlaun, árið 1958 og 1959, fyrir hlutverk sitt sem Schultz í The Bob Cummings Show. Hún er þó líklegast þekktust fyrir að leika húshjálpina Alice í þáttunum The Brady Bunch sem voru sýndir á árunum 1969 til 1974.

Þá lék Ann einnig í myndum á borð við A Man Called Peter, All Hands on Deck og Lover Come Back.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.