Lífið

Látin 88 ára að aldri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Joan Lorring lést á heimili sínu í Sleepy Hollow, úthverfi New York-borgar, á föstudag. 

Joan steig sín fyrstu skref í skemmtanabransanum í kvikmyndinni Song of Russia árið 1944. Tveimur árum síðar var hún tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The Corn is Green.

Joan steig líka oft á sviðið á Broadway, meðal annars í Come Back, Little Sheba þar sem hún lék Marie og hlaut fyrir það Donaldson-verðlaunin árið 1950. 

Joan skilur eftir sig tvær dætur og tvö barnabörn. Eiginmaður Joan, Martin Sonenberg, lést árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.