Lífið

Fagnar eins árs afmæli brjóstanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Glamúrpían Courtney Stodden fagnaði eins árs afmæli sílíkonbrjósta sinna fyrir helgi með pompi og prakt.

Courtney birti mynd af sér á Instagram með partíhatta yfir brjóstunum en ár er síðan hún fór undir hnífinn og lét stækka brjóst sín.

„Til hamingju með eins árs afmælið kæru tvíburar. Þið rokkið,“ skrifaði hún við myndina en brjóstin kallar hún Boo og Bee.

Courtney sagði í viðtali áður en hún fór í aðgerðina að hún vildi stækka brjóst sín svo hún þyrfti ekki að ýkja brjóstaskoru sína.

„Ég nota brjóstahaldara frá Victoria's Secret svo brjóstin líti út fyrir að vera í stærð DD. Mig langar ekki að gera það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.