Lífið

Litaði hárið rautt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Margot Robbie er búin að lita hár sitt rautt. Nýja stílinn frumsýndi hún á fimmtudaginn.

Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Margot litaði hár sitt dökkt fyrir hlutverk í kvikmyndinni Z for Zachariah.

Margot er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Wolf of Wall Street en eins og þeir sem hafa séð myndina muna var hún með ljósa lokka í henni.

Það er því deginum ljósara að Margot nýtur þess að skipta reglulega um háralit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.