Tíu ár frá því að synjunarvaldi forsetans var fyrst beitt Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2014 19:30 Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira