Lífið

Jean Paul Gaultier hannar fyrir Lindex

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Jean Paul Gaultier hannar fatnað fyrir Lindex.
Jean Paul Gaultier hannar fatnað fyrir Lindex.
Fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier er nýjasta hönnunarsamstarf sænsku verslanakeðjunnar Lindex.

„Þetta er frábær og skemmtileg upplifun að skapa línu sem túlkar hvernig ég sé Lindex en á sama tíma að taka þátt í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Ég hef trú á að við höfum fundið glæsilegt sambland þeirra þátta sem eru allt í senn djörf, flott og sterk lína sem einkennir hvað Lindex konan er," segir Gaultier en 10 prósent af söluandvirði ganga til rannsókna og baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.



Í tilkynningu frá verslunakeðjunni segir að sænska fatakeðjan fylli 60 ár um þessar mundir og ætli að fagna þeim tímamótum með pompi og pragt. Fatalína Gaultier spilar stórt hlutverk í þeim hátíðarhöldum. 

„Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna með slíkri táknmynd tískuheimsins í samhengi við 60 ára afmælishátíðahöldin.  Jean Paul Gaultier stendur fyrir kraft og sjálfsöryggi sem endurspeglast í Lindex vörumerkinu og það er í þá átt sem við stefnum” – segir Nina Starck, yfirmaður í hönnunar- og innkaupadeild Lindex

Gaultier er eitt af stóru nöfnunum í tískuheiminum sem kynnti meðal annars til sögunnar pils fyrir karlmenn árið 1985 og svo hinn fræga keilubrjóstarhaldara söngkonunnar Madonnu árið 1990. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.