Lífið

Trúlofuð Jackson-systir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
La Toya Jackson, systir tónlistarmannsins heitna Michaels Jackson og söngkonunnar Janet Jackson, er búin að trúlofast kærasta sínum og viðskiptafélaga Jeffré Phillips.

„Ég var ekki snögg að segja já,“ segir La Toya í samtali við tímaritið People sem birtir einnig mynd af trúlofunarhringnum.

Jeffré bað La Toyu er þau voru í fríi á Havaí þar sem þau gæddu sér á uppáhaldsmat hennar, kjúklingasúpu. Jeffré faldi síðan trúlofunarhringinn í eftirréttinum.

„Þetta var mikið áfall. Við erum bestu vinir og höfum verið viðskiptafélagar í langan tíma,“ bætir La Toya við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.