Lífið

Eins gott að hún er leikkona

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Amanda Seyfried var gestur útvarpsþáttarins 1Xtra síðustu helgi ásamt spéfuglinum Seth MacFarlane.

Amanda og Seth hlustuðu á leikarann Hugh Jackman rappa, atriði sem var tekið upp í þættinum fyrir stuttu, og var leikkonan staðráðin í að toppa Hugh.

Amanda tók sig til og rappaði texta úr laginu It's All Over með 5ive. Rapphæfileikar hennar eru ekkert sérstaklega góðir eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Seth sagðist ekki getað rappað neitt og veit greinilega hvar sín takmörk liggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.