Lífið

Frank Ocean stelur af Eagles

Eagles eru ekki sáttir við framkomu Franks Ocean.
Eagles eru ekki sáttir við framkomu Franks Ocean. Vísir/Getty
Don Henley, trommuleikari og söngvari hljómsveitarinnar Eagles lét hinn unga tónlistarmann, Frank Ocean heyra það í viðtali við, The Sydney Daily Telegraph á dögunum.

Ocean notaði lag eftir Eagles, nánar tiltekið lagið Hotel California í öðru lagi, undir nafninu American Wedding, sem hann gaf út árið 2011, á plötunni Nostalgia, Ultra, en Henley og félagar voru ekki sáttir.

Henley sagðist ekki vera hrifinn af uppátæki Oceans, að stela laginu. „Hann á frekar að gefa út sín eigin lög og hugmyndir, ekki lög sem hafa áður verið gefin út,“ sagði Henley í viðtalinu.

Frank Ocean stal lagi Eagles.Vísir/Getty
Samkvæmt Henley mun Ocean hafa verið hrokafullur þegar að liðsmenn Eagles höfðu samband við hann, þegar hann gaf lagið út.

„Við reyndum að nálgast hann á faglegum og rólegum nótum en hann brást við með miklum hroka. Þess vegna hótuðum við lögsóknum ef hann skildi ætla sér að flytja lagið á tónleikum eða gefa það út á netinu,“ bætti Henley við.

Útgáfa Oceans var fjarlægð af netinu en þó er enn hægt að finna útgáfuna á netinu. Ætli Ocean endi ekki stórskuldugur eftir þetta uppátæki sitt?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.