Lífið

Leit Jóns Gnarr að sóðanum hefur ekki borið árangur

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón hefur leitað um alla borg á undanförnum vikum að þeim sem fer um og hendir rusli á götur Reykjavíkur. Við leitina hefur hann spurt hið ýmsa fólk um hvort það hafi verið að kasta ruslinu og jafnvel velt fyrir sér möguleikanum hvort það séu Akureyringar sem rusli út í borginni.

Í nýju myndbandi undir nafninu Rusl í Reykjavík, fylgist Jón með ruslatunnu í miðborginni og þakkar þeim fyrir sem kasta rusli í tunnuna.

Þrátt fyrir að leit Jóns hafi ekki borið árangur er von til þess að vandamálið leysist af sjálfu sér. Ef bara allir hafi augun hjá sér og gæti þess að henda ekki rusli á víðavangi sjálfir.

Jóni fannst líklegt að Vilborg Arna hefði kastað frá sér bréfi utan af súkkulaði, þar sem fjallgöngufólk er alltaf að borða súkkulaði. Sigríður Thorlacius varð einnig fyrir barðinu á borgarstjóranum. Jón spurði Gísla Martein, sem var að koma heim úr göngutúr með hund sinn Tinna, hvort hundaskítur sem Jón tók upp hafi verið eftir þá félaga. Áður hafði Jón gengið á Gunnar Nelson og forvitnast um hvort hann bæri ábyrgð á fernu sem Jón fann á gangstétt. Þegar Jón fann tyggjó á bílaplani upp í Árbæ, lá beinast við að spyrja Katrínu Jakobsdóttur hvort hún hefði fleygt því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.