Lífið

Jonah Hill: ,,Ég vildi særa hann líka"

Gamanleikarinn JonahHill var gestur í þætti The Tonight Show í gærkvöldi. Í stað þess að fara beint í að kynna nýjustu kvikmynd sína, 22 Jump Street, tók Hill einlægt spjall við þáttastjórnandann JimmyFallon þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu, en leikarinn góðkunni lenti í orðaskaki við ljósmyndara um síðustu helgi.

Í hita leiksins segist Hill hafa misst út úr sér niðrandi ummæl um samkynhneigða, en athæfið náðist á upptöku.

,,Ég er algjörlega miður mín. Mig langar að biðja alla þá afsökunar sem gætu hafa móðgast. Ég biðst innilegrar afsökunar og ég býst ekki við því að þið fyrirgefið mér. Ég á það ekki skilið."

,,Því miður er þetta ekki brandari," hélt Hill áfram og útskýrði hvernig kom til átaka á milli hans og ljósmyndarans sem um ræðir. Hann sagði ljósmyndarann hafa elt sig allan daginn, kallað á eftir honum og hrópað að honum ókvæðisorð þar til það hafi loksins náð til hans.

,,Ég svaraði fyrir mig. Ég vildi særa hann líka og ég sagði það mest særandi sem mér datt í hug á þeirri stundu," viðurkenndi Hill.

Hill segir ummælin ekki hafa átt að vera hómófóbísk. ,,En orð hafa vigt og þýðingu, og orðið sem ég valdi var ógeðslegt. Og enginn á skilið að heyra svona."

Hill hefur áður verið ötull stuðningsmaður í réttindabaráttu samkynhneigðra og lét meðal annars til sín taka í kringum Vetrarólympíuleikana í Sotsjí, í Rússlandi.

Hill kláraði afsökunarbeiðnina með því að hvetja ungt fólk til þess að nota atvikið sem víti til varnaðar. 

Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðnina.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.