Jonah Hill: ,,Ég vildi særa hann líka" 4. júní 2014 19:00 Gamanleikarinn JonahHill var gestur í þætti The Tonight Show í gærkvöldi. Í stað þess að fara beint í að kynna nýjustu kvikmynd sína, 22 Jump Street, tók Hill einlægt spjall við þáttastjórnandann JimmyFallon þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu, en leikarinn góðkunni lenti í orðaskaki við ljósmyndara um síðustu helgi. Í hita leiksins segist Hill hafa misst út úr sér niðrandi ummæl um samkynhneigða, en athæfið náðist á upptöku. ,,Ég er algjörlega miður mín. Mig langar að biðja alla þá afsökunar sem gætu hafa móðgast. Ég biðst innilegrar afsökunar og ég býst ekki við því að þið fyrirgefið mér. Ég á það ekki skilið." ,,Því miður er þetta ekki brandari," hélt Hill áfram og útskýrði hvernig kom til átaka á milli hans og ljósmyndarans sem um ræðir. Hann sagði ljósmyndarann hafa elt sig allan daginn, kallað á eftir honum og hrópað að honum ókvæðisorð þar til það hafi loksins náð til hans. ,,Ég svaraði fyrir mig. Ég vildi særa hann líka og ég sagði það mest særandi sem mér datt í hug á þeirri stundu," viðurkenndi Hill. Hill segir ummælin ekki hafa átt að vera hómófóbísk. ,,En orð hafa vigt og þýðingu, og orðið sem ég valdi var ógeðslegt. Og enginn á skilið að heyra svona." Hill hefur áður verið ötull stuðningsmaður í réttindabaráttu samkynhneigðra og lét meðal annars til sín taka í kringum Vetrarólympíuleikana í Sotsjí, í Rússlandi. Hill kláraði afsökunarbeiðnina með því að hvetja ungt fólk til þess að nota atvikið sem víti til varnaðar. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðnina. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Gamanleikarinn JonahHill var gestur í þætti The Tonight Show í gærkvöldi. Í stað þess að fara beint í að kynna nýjustu kvikmynd sína, 22 Jump Street, tók Hill einlægt spjall við þáttastjórnandann JimmyFallon þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu, en leikarinn góðkunni lenti í orðaskaki við ljósmyndara um síðustu helgi. Í hita leiksins segist Hill hafa misst út úr sér niðrandi ummæl um samkynhneigða, en athæfið náðist á upptöku. ,,Ég er algjörlega miður mín. Mig langar að biðja alla þá afsökunar sem gætu hafa móðgast. Ég biðst innilegrar afsökunar og ég býst ekki við því að þið fyrirgefið mér. Ég á það ekki skilið." ,,Því miður er þetta ekki brandari," hélt Hill áfram og útskýrði hvernig kom til átaka á milli hans og ljósmyndarans sem um ræðir. Hann sagði ljósmyndarann hafa elt sig allan daginn, kallað á eftir honum og hrópað að honum ókvæðisorð þar til það hafi loksins náð til hans. ,,Ég svaraði fyrir mig. Ég vildi særa hann líka og ég sagði það mest særandi sem mér datt í hug á þeirri stundu," viðurkenndi Hill. Hill segir ummælin ekki hafa átt að vera hómófóbísk. ,,En orð hafa vigt og þýðingu, og orðið sem ég valdi var ógeðslegt. Og enginn á skilið að heyra svona." Hill hefur áður verið ötull stuðningsmaður í réttindabaráttu samkynhneigðra og lét meðal annars til sín taka í kringum Vetrarólympíuleikana í Sotsjí, í Rússlandi. Hill kláraði afsökunarbeiðnina með því að hvetja ungt fólk til þess að nota atvikið sem víti til varnaðar. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðnina.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira