Lífið

Folald vantar hryssumjólk til að lifa af

Folaldið er afar fallegt, eins og sést hér á þessari mynd.
Folaldið er afar fallegt, eins og sést hér á þessari mynd. mynd/guðbjörg
Tveggja vikna merfolald missti móður sína í nótt og leitar eigandi þess nú að kaplamjólk svo folaldið lifi af.

Guðbjörg Albertsdóttir, eigandi folaldsins, fann merina úti í mýri í eftirlitsgöngu sinni á Hvolsvelli í dag. Hún segir folaldið sprækt og gerir hún því ráð fyrir að merin hafi drepist í nótt.

Þeir sem geta aðstoðað eru beðnir um að hafa samband við Rút Pálsson í síma 898-0501.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.