Innlent

Fær afhenta meðmælalista í Kópavogi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yfirkjörstjórn í Kópavogi hefur afhent Þóri Jónssyni, íbúa í bænum og laganema, aðgang að og afrit af meðmælalistum framboðanna í liðnum sveitarstjórnarkosningum.

Þór óskaði eftir því um miðjan maímánuð að fá afhentar skriflegar yfirlýsingar kjósenda um stuðning við listana sem í framboði voru í bænum en yfirkjörstjórn hafnaði þá beiðninni. Kærði Þór yfirkjörstjórnina í Kópavogi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál því hann taldi ákvörðu hennar brjóta í bága við 5. grein upplýsingalaga.

Hann hefur nú fallið frá ákærunni er fram kemur í yfirlýsingu á Facebook í ljósi fyrrgreindra tíðinda dagsins. „Mér fannst einboðið að láta reyna á upplýsingarétt almennings, sem bar loks árangur, þótt seint væri,“ segir hann þar meðal annars.

Í yfirlýsingunni má meðal annars nálgast meðmælalista framboðanna sem Þór hefur sett á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×