Lífið

Auglýsing Rihönnu fer fyrir brjóstið á Bretum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Rihanna vakti mikinn usla á CFDA-tískuverðlaununum í vikunni þegar hún mætti í kjól sem huldi lítið. Nú hefur hún einnig hneykslað Breta upp úr skónum.

Auglýsingamynd fyrri ilmvatn stjörnunnar, Rogue, hefur farið fyrir brjóstið á Bretum en á myndinni sést Rihanna ber að ofan og aðeins íklædd nærbuxum.

Á myndinni hylur Rihanna brjóst sín með höndunum.

Er myndin talin of kynferðisleg og ögrandi að bannað er að sýna hana hvar sem er. Hún má eingöngu birtast þar sem er gulltryggt að börn sjái hana ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.