„Þetta var svolítið Bruce Willis moment“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2014 19:02 Vísir/Anton/Vilhelm Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira