Lífið

Vildi ekki mynda sig með Kardashian-klaninu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Leonardo DiCaprio bannaði tökuliði raunveruleikaþáttarins Keeping Up With the Kardashians að taka sig upp í afmæli í Los Angeles á sunnudag.

Bruce Jenner, fyrrverandi eiginmaður Kris Jenner sem er móðir Kardashian-systranna, var í afmælinu sem og sonur hans, Brody Jenner.

Leonardo var látinn vita af myndavélunum fyrirfram og lét lítið fyrir sér fara þangað til tökum lauk. Eftir það var hann hrókur alls fagnaðar í afmælisveislunni og skemmti sér konunglega með vinum sínum. 

Þá vildi partípían Paris Hilton ekki heldur láta taka sig upp í afmælinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.