Lífið

Hannaði ponsjó fyrir Pæjumótið

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir
"Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég myndi segja að ponsjóið væri alveg fullkomið fyrir íslenska veðráttu," segir Erna Bergmann fatahönnuður, en hún hannaði á dögunum skemmtileg ponsjó fyrir Pæjumótið í Vestmannaeyjum sem haldið verður dagana 12.-14. júní.

Hátt í 2.000 manns leggja leið sína til Vestmannaeyja á Pæjumótið ár hvert. Styrktaraðili mótsins, Tryggingamiðstöðin, hefur haft þann sið að gefa stúlkunum gjöf fyrir hvert mót og segir Arnheiður Leifsdóttir, verkefnastjóri hjá TM, að nú hafi verið ákveðið að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt.

"Okkur langaði að gera eitthvað óhefðbundið og fengum hana Ernu með okkur í lið. Hún hannaði þetta flotta ponsjó og þegar við fengum það í hendurnar var það í raun mun flottara en við bjuggumst við." 

Það er ljóst að hinum ungu og efnilegu knattspyrnustúlkum verður ekki kalt í Eyjum en ponsjóið á eflaust eftir að nýtast vel á milli knattspyrnuleikjanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.