Lífið

Leit Jóns Gnarr að sóðanum heldur áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Kastaði Vilborg Arna þessu rusli?
Kastaði Vilborg Arna þessu rusli?
„Ég þarf að reyna að finna þessa manneskju, sem veður hér um og hendir rusli á göturnar og ég er alveg viss um að ef ég myndi tala við hana væri hún til í að hætta því,“ segir Jón Gnarr í fimmta og nýjasta myndbandinu sem birt er undir nafninu Rusl í Reykjavík.

Svo virðist sem Jón eigi erfitt með að átta sig á hvaðan mest allt rusl sem hann finnur á göngum sínum um götur Reykjavíkur komi. Hluti ruslsins gefur honum þó ákveðnar vísbendingar um hvaðan það kemur.

Þegar Jón finnur bréf af súkkulaði á Klambratúni er í fyrstu nokkuð ljóst að sá einstaklingur sem því kastaði er vanur fjallgöngum. Fjallgöngufólk er sífellt að borða einhverskonar súkkulaði.

Hann ákveður því að ganga á Vilborgu Örnu, pólfara með meiru, og spyrja hana út í bréfið.

Í fjórða myndbandinu segir Jón að áhugavert sé að skoða það rusl sem verði á vegi hans á götum borgarinnar.

„Ég pæli stundum í því hvaðan það kemur og ég reyni að finna vísbendingar um hver gæti hugsanlega hafa skilið þetta eftir. Hvurslags karakter skilur svona rusl eftir sig?“

Jón reynir að svara þessari spurningu með hjálp Sigríðar Thorlacius og spyr hana hvað hún myndi gera við sígarettustubb sem hann fann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.