Lífið

Áritar berar bringur um helgar

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís Rán hefur nóg að gera þegar hún fer út á lífið um helgar. Menn bíða í röðum berir að ofan í von um áritun.
Ásdís Rán hefur nóg að gera þegar hún fer út á lífið um helgar. Menn bíða í röðum berir að ofan í von um áritun.
Við höfðum samband við Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu og spurðum hana um ljósmynd sem hún birti á instagram myndasíðunni sinni þar sem hún gefur ungum manni áritun á beran brjóstkassann. 

Hér áritar Ásdís bringu eins og svo oft um helgar.mynd/instagram Ásdísar
„Þetta var bara „randome“ tjútt. Ég kíkti á Lavabarinn á föstudaginn og skrifaði nokkrar áritanir á bringur. Það er frekar vinsælt að fá áritun á bringuna um helgar þegar líða fer á nóttina," svarar Ásdís og tekur það fram að þessi umrædda áritun tengist ekki þáttagerðinni sem hún vinnur að um þessar mundir.

Ásdís pósar hér í auglýsingu Mary Carmen sem er ný búð i Lágmúla.
Sýnt verður úr undirfatamyndatökunni í þætti Ásdísar sem sýndur verður á Stöð 2 í sumar.  Hér er Facebooksíða verslunarinnar.



Hér má sjá Ásdísi læra súludans.
Þættirnir sýndir á Stöð 2

„Annars er allt á fullu í upptökum á þáttunum og ég held þetta verði bara ágæt afþreying. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í sumar. Það er frumsýning 6. júní þannig að það er komin smá spenna," segir hún jafnframt.

Stöð 2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.