Lífið

Glæsilegt einbýli í Mosfellsbæ - sjáðu myndirnar

Ellý Ármanns skrifar
Hér hefur ekkert verið til sparað.
Hér hefur ekkert verið til sparað.
Meðfylgjandi má sjá myndir úr glæsilegu einbýli í Stórakrika í Mosfellsbæ sem er til sýnis í dag, þriðjudag, milli klukkan 17:30-18:00. Stærð hússins er 202,3 fm en bílskúrinn er 44,7 fm. Ásett verð er 74.900.000 krónur.  

Gott skipulag á öllu húsinu og heildarflæði mjög gott. Hiti í gólfum, hátt til lofts, sérsmíðaðar innihurðir 2,25 cm. með felliþröskuldum, vandaðar innréttingar, innfelld lýsing og næturlýsing á mörgum stöðum. Húsið allt hannað með það í huga að hafa það eins viðhaldslítið og unnt er.

Komið inn í mjög rúmgóða opna forstofu með innbyggðum skápum og fallegum flísum frá Agli Árnasyni á gólfi sem er á öllu húsinu nema svefnherbergjum. Þaðan er á hægri hönd eitt rúmgott forstofuherbergi með skápum og litlum vaski, eikar parket á gólfi. Frá forstofunni er gengið beint inn í mjög rúmgott sjónvarpshol.

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtu einnig er úgengt á pall úr hjónaherberginu. 

Á hægri hönd er svo svefnherbergisgangur með tvöfaldri hurð. Þar er eitt barnaherbergi með fínum skápum og parketi á gólfi, hjónaherbergi með fataherbergi.

Sjá nánar hér á Fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.