Lífið

Deyr ef hann fær sér annan drykk

Á spítalanum
Á spítalanum
Deryck Whibley söngvari hljómsveitarinnar Sum 41 ritaði færslu á heimasíðu sína á dögunum þar sem hann afsakar og útskýrir fjarveru sína úr sviðsljósinu undanfarinn mánuð.

Í færslunni, sem heitir Rock Bottom, segir meðal annars.

„Ég hef verið veikur á spítala í mánuð og var frekar veikur í einhverjar vikur áður en ég var lagður inn. Ástæða þess að ég er orðinn svona veikur er sú að ég hef verið að drekka of mikið í gegnum árin.“

Hann rekur neyslu sína svo í stuttu máli og segir frá því þegar unnusta hans fór með hann á spítalann.

„Þegar ég vaknaði loksins upp á spítalanum hafði ég ekki hugmynd um hvar ég var staddur. Mamma mín og stjúppabbi stóðu yfir mér og ég varð mjög hræddur. Lifrin í mér og nýrun gáfu sig. Ég varð nógu hræddur til þess að hætta. Ég uppgötvaði loksins að ég get ekki drukkið. Ef ég fæ mér einn drykk segja læknar að ég muni deyja. Ég er ekki að messa yfir fólki en drykkju fylgir ábyrgð. Ég skildi það ekki og sjáiði hvernig er komið fyrir mér.“

Bréfið má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.