Lífið

Schwarzenegger tekur "selfie“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger nýtur lífsins á kvikmyndahátíðinni í Cannes um þessar mundir eins og svo margar aðrar stjörnur.

Þessar myndir náðust af kappanum er hann sólaði sig með vinum sínum og tók „selfie“-mynd af sér ber að ofan á iPad-tölvu sína.

Arnold er í Cannes til að kynna nýjustu mynd sína, hasarmyndina The Expendables 3 og heldur sér greinilega í góðu formi, kominn á sjötugsaldurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.