Lífið

Ég er mjög virkur alkóhólisti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
"Ég drekk örugglega of mikið," segir leikarinn Channing Tatum í viðtali við tímaritið GQ en hann prýðir forsíðu júníheftisins.

"Ég er örugglega mjög virkur, held ég, þið vitið, ég myndi segja alkóhólisti, held ég. Það er líklegast mín leið til að flýja. Ég tengi það við sköpun og ég tengi það pottþétt við að skemmta mér," bætir hann við. Hann segist þó hafa minnkað drykkjuna þegar hann og eiginkona hans, Jenna Dewan-Tatum, eignuðust dótturina Everly á síðasta ári. Hann ætlar ekki að drekka í fjóra mánuði þegar tökur á framhaldi myndarinnar Magic Mike hefjast.

"Síðan, þegar tökum lýkur er komið að því."

Channing segist líka vera sólginn í sætindi.

"Ég elska köku. Confetti-köku ef ég á að vera nákvæmur. Það eru litlir sælgætismolar inní kökunni og síðan er confetti-krem sem er stundum erfitt að finna. Það er erfitt að útskýra það fyrir fólki því þetta er ekki krem með sælgæti ofan á. Þetta er krem með sælgæti inní því. Þetta er funfetti-krem. Þetta er falleg blanda. Þetta er engill af himnum ofan."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.