Lífið

Eiga von á sínu fyrsta barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikaraparið Rachel Bilson og Hayden Christensen eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Rachel talaði um það í viðtali við Cosmopolitan í maí í fyrra að hún væri algjörlega barnasjúk.

„Ég er klárlega með fjölskyldu á heilanum. Ég vil sjá börn í minni framtíð - vona ég.“

Rachel og Hayden kynntust árið 2007 á setti kvikmyndarinnar Jumper. Þau trúlofuðu sig í desember árið 2008 en hættu saman í ágúst árið 2010. Það entist hins vegar ekki lengi og tóku þau saman aftur þremur mánuðum seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.