Lífið

Fara í mál við Taylor Swift

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Tískufyrirtækið Lucky 13 er búið að kæra söngkonuna Taylor Swift fyrir að brjóta vörumerkjalög. Telja forsvarsmenn fyrirtækisins að Taylor hafi notað töluna 13 án leyfis en talan er skráð vörumerki Lucky 13.

Forsvarsmenn Lucky 13 segjast hafa haft samband við teymi Taylors margoft án árangurs.

Taylor hefur ekki falið það í gegnum tíðina að talan 13 spili veigamikla rullu í hennar lífi. Hún skartar henni oft á tónleikum og þá er hún oft búin að teikna töluna á hendur sínar.

Það er svo sem ekki skrýtið þar sem hún er fædd 13. desember, varð þrettán ára föstudaginn þrettánda og fyrsta platan hennar fór í gullsölu á þrettán vikum. Þetta er því mikil happatala í hennar lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.