Léttist um 25 kíló Ellý Ármanns skrifar 22. maí 2014 11:45 Valtýr Bergmann, 38 ára, veitingastjóri á Fiskmarkaðnum ákvað að byrja í Boot Camp í október í fyrra til að auka styrk sinn og úthald og viti menn Valtýr er í dag 25 kílóum léttari og í besta formi lífs síns. Hann segir mataræðið einnig skipta miklu máli. „Ég byrjaði í Boot Camp Grænjöxlum í október í fyrra og æfði tvisvar í viku fram að áramótum. En frá áramótum hef ég farið þrisvar í viku og árangurinn lét ekki á sér standa, kílóunum fækkaði og formið varð betra með hverri vikunni sem leið," segir Valtýr. „Ég breytti algjörlega um mataræðið.“„Ég var í skelfilegu líkamlegu formi, úthald var lítið sem ekkert og ég var slæmur í bakinu. Í dag þá er ég líklega í besta líkamlega formi sem ég hef verið í síðan ég var 16 ára. Bakverkirnir eru á undanhaldi og almennt séð í góðum málum," segir Valtýr. Þegar talið berst að mataræðinu segir Valtýr: „Ég sleppti í þrjá mánuði alveg sykur og hveiti, það gerði kraftaverk. Ég er ekki eins stífur á því núna, en hef líklega minnkað það um 90-95%. Ef það var sykur í uppskriftinni þá fann konan mín út hvað hægt væri að nota í staðinn." Hér eru yngri krakkarnir mínir með á myndinni sem er tekin í júlí 2012.mynd/einkasafnMatardagbók Valtýs:Morgunmatur: „Hafragrautur með rúsínum og mjólk. Ég nota ekkert salt og nota tröllahafra frá Himnesk hollusta eða létta AB mjólk með hafrakoddum eða kornflögum og rúsínun. Með þessu drekk ég að lágmarki eitt stórt glas af appelsínusafa." Hádegismatur: „Ég tek svo með mér boost í vinnuna." Seinni hluta dags: „Boost um klukkan 18:30-19:00 sem er Hámark, banani og til dæmis frosið mangó - ég set jafnvel smá appelsínusafa út í."Kvöldmatur: „Síðan er heita máltíð dagsins hvort sem er í vinnunni eða heima, sykur og hveitilaus matur, aðallega fiskur og kjúlli." „Svo ef mig langar í nart fyrir framan sjónvarpið þá set ég rúsínur í skál eða borða hrískökur frá Himneskri hollustu."Við fengum leyfi hjá Valtý að birta Facebook statusinn hans: „Fyrir einu ári síðan steig ég á vigtina og fékk nóg, talan á vigtinni var 117 kg! 1. apríl 2013 breytti ég um mataræði og fór og hugsa um hvað ég setti ofan í mig. það var ekki að spyrja að því, ég léttist um 6 kg á fyrstu 4 vikunum síðan þá hefur þetta verið ótrúlegt. Í dag segir vigtin 92 kg, er búin að léttast um 25 kg á einu ári og er líklega í besta líkamlega formi sem ég hef verið í síðan ég var unglingur! þessum árangri hefði ég ekki náð án frábærs stuðnings frá minni yndislegu eiginkonu sem fór „all in" í að breyta mataræðinu með mér, hún passaði upp á að þegar ég var í mat heima þá var maturinn sykur og hveitilaus og lítið sem ekkert hefur verið notað af unnum matvörum. Síðan hafa börnin okkar þrjú passað uppá pabba sinn líka. Ekki má gleyma kokkunum á Fiskmarkaðnum sem hafa hjálpað ótrúlega mikið til líka, með því að elda sér fyrir mig ef staffamaturinn féll utan þess sem ég borða. Eftir 6 mánuði og 15 kg léttari byrjaði ég í Boot Camp Iceland eftir 6 ára hlé, og árangurinn lét ekki á sér standa hef misst 10 kg í viðbót síðan ég byrjaði að æfa." Sjáðu fyrir þér óskatölu á vigtinniHvað segir þú við fólk sem biður þig um góð ráð þegar kemur að heilsunni? „Sjáðu fyrir þér óskatölu á vigtinni. Byrjaðu á því að breyta mataræðinu, þá gerast ótrúlegir hlutir bara með því, þegar mataræðið er komið rútínu þá er um að gera að byrja að hreyfa sig með því. Svo er ein setning sem er á einum veggnum í Boot Camp salnum sem mér finnst alveg frábær og segir allt sem segja þarf: „Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja en þú þarft að byrja til að verða frábær." Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Valtýr Bergmann, 38 ára, veitingastjóri á Fiskmarkaðnum ákvað að byrja í Boot Camp í október í fyrra til að auka styrk sinn og úthald og viti menn Valtýr er í dag 25 kílóum léttari og í besta formi lífs síns. Hann segir mataræðið einnig skipta miklu máli. „Ég byrjaði í Boot Camp Grænjöxlum í október í fyrra og æfði tvisvar í viku fram að áramótum. En frá áramótum hef ég farið þrisvar í viku og árangurinn lét ekki á sér standa, kílóunum fækkaði og formið varð betra með hverri vikunni sem leið," segir Valtýr. „Ég breytti algjörlega um mataræðið.“„Ég var í skelfilegu líkamlegu formi, úthald var lítið sem ekkert og ég var slæmur í bakinu. Í dag þá er ég líklega í besta líkamlega formi sem ég hef verið í síðan ég var 16 ára. Bakverkirnir eru á undanhaldi og almennt séð í góðum málum," segir Valtýr. Þegar talið berst að mataræðinu segir Valtýr: „Ég sleppti í þrjá mánuði alveg sykur og hveiti, það gerði kraftaverk. Ég er ekki eins stífur á því núna, en hef líklega minnkað það um 90-95%. Ef það var sykur í uppskriftinni þá fann konan mín út hvað hægt væri að nota í staðinn." Hér eru yngri krakkarnir mínir með á myndinni sem er tekin í júlí 2012.mynd/einkasafnMatardagbók Valtýs:Morgunmatur: „Hafragrautur með rúsínum og mjólk. Ég nota ekkert salt og nota tröllahafra frá Himnesk hollusta eða létta AB mjólk með hafrakoddum eða kornflögum og rúsínun. Með þessu drekk ég að lágmarki eitt stórt glas af appelsínusafa." Hádegismatur: „Ég tek svo með mér boost í vinnuna." Seinni hluta dags: „Boost um klukkan 18:30-19:00 sem er Hámark, banani og til dæmis frosið mangó - ég set jafnvel smá appelsínusafa út í."Kvöldmatur: „Síðan er heita máltíð dagsins hvort sem er í vinnunni eða heima, sykur og hveitilaus matur, aðallega fiskur og kjúlli." „Svo ef mig langar í nart fyrir framan sjónvarpið þá set ég rúsínur í skál eða borða hrískökur frá Himneskri hollustu."Við fengum leyfi hjá Valtý að birta Facebook statusinn hans: „Fyrir einu ári síðan steig ég á vigtina og fékk nóg, talan á vigtinni var 117 kg! 1. apríl 2013 breytti ég um mataræði og fór og hugsa um hvað ég setti ofan í mig. það var ekki að spyrja að því, ég léttist um 6 kg á fyrstu 4 vikunum síðan þá hefur þetta verið ótrúlegt. Í dag segir vigtin 92 kg, er búin að léttast um 25 kg á einu ári og er líklega í besta líkamlega formi sem ég hef verið í síðan ég var unglingur! þessum árangri hefði ég ekki náð án frábærs stuðnings frá minni yndislegu eiginkonu sem fór „all in" í að breyta mataræðinu með mér, hún passaði upp á að þegar ég var í mat heima þá var maturinn sykur og hveitilaus og lítið sem ekkert hefur verið notað af unnum matvörum. Síðan hafa börnin okkar þrjú passað uppá pabba sinn líka. Ekki má gleyma kokkunum á Fiskmarkaðnum sem hafa hjálpað ótrúlega mikið til líka, með því að elda sér fyrir mig ef staffamaturinn féll utan þess sem ég borða. Eftir 6 mánuði og 15 kg léttari byrjaði ég í Boot Camp Iceland eftir 6 ára hlé, og árangurinn lét ekki á sér standa hef misst 10 kg í viðbót síðan ég byrjaði að æfa." Sjáðu fyrir þér óskatölu á vigtinniHvað segir þú við fólk sem biður þig um góð ráð þegar kemur að heilsunni? „Sjáðu fyrir þér óskatölu á vigtinni. Byrjaðu á því að breyta mataræðinu, þá gerast ótrúlegir hlutir bara með því, þegar mataræðið er komið rútínu þá er um að gera að byrja að hreyfa sig með því. Svo er ein setning sem er á einum veggnum í Boot Camp salnum sem mér finnst alveg frábær og segir allt sem segja þarf: „Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja en þú þarft að byrja til að verða frábær."
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira