Lífið

Alltaf full í viðtölum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Nicole "Snooki" Polizzi segir í viðtali við Access Hollywood Live að hún hafi alltaf verið full þegar hún tók þátt í MTV-þættinum Jersey Shore á árunum 2009 til 2012.

„Ég fór í öll viðtöl drukkin...þetta var eins og partí. Þannig að ég hugsaði: Þetta er æði. Og ég drakk stanslaust,“ segir Snooki.

Snooki ætlar að ganga í það heilaga með unnusta sínum Jionni LaValle á árinu. Saman eiga þau soninn Lorenzo, tuttugu mánaða, og Snooki gengur með annað barn þeirra núna, litla stúlku. Hún segir Jersey Shore hafa opnað ýmsa möguleika fyrir sig.

„Ég sé ekki eftir þessu því þetta færði mig á þann stað sem ég er á í dag. Þetta gerði mig að manneskjunni sem ég er í dag. Þannig að ég þurfti að ganga í gegnum allt þetta til að komast á þann stað sem ég er á í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.