Lífið

Dakota Fanning í áhættusömum samfesting

Dakota Fanning var stödd á frumsýningu Night Moves þegar hún klæddist samfestingnum.
Dakota Fanning var stödd á frumsýningu Night Moves þegar hún klæddist samfestingnum. vísir/getty
Þrátt fyrir að vera afar frábrugðnar í fatavali þá hafa Fanning systurnar skapað sér nafn í tískuheiminum fyrir að klæðast óhefðbundnum, fallegum fötum sem að flestir eiga erfitt með að ganga í.

Dakota Fanning sannaði það þegar hún mætti á rauða dregilinn í New York í rauðum, níðþröngum samfesting úr smiðju Roland Mouret sem var opinn í hægri öxl.

Samfestingar eru í sjálfu sér erfið flík til þess að klæðast en ef maður bætir við einni opinni öxl þá verður klæðnaðurinn að ákveðinni áhættu.

Hinsvegar þurfti Fanning ekkert að óttast þar sem fullkomin hönnun Mouret í bland við afbragðssmekk leikkonunnar myndaði eina glæsilega konu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.