Lífið

Kanína Cöru Delevingne dó næstum því

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gæludýr ofurfyrirsætunnar Cöru Delevingne, kanínan Cecil, dó næstum því þegar hún var skilin eftir ein á skrifstofum tískurisans Mulberry.

Cara sleppti Cecil lausri á meðan hún fundaði með yfirmönnum hjá tískumerkinu um myndatöku.

Cecil lét sig hverfa og þefaði af loftræstingarröri sem stóð upp úr gólfinu. Fyrr en varði hvarf kanínan ofan í rörið.

Öllum brá mikið á skrifstofunni, Cöru hvað mest, og var kallað í húsvörðinn sem þurfti að fjarlægja nokkrar gólfplötur til að bjarga dýrinu. Það tókst með eindæmum vel og kanínan slapp við meiðsli.

Cöru var að sjálfsögðu létt en hún eignaðist Cecil í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.