Lífið

Sjötíu kílóum léttari og hljóp tíu kílómetra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
MasterChef-dómarinn Graham Elliot hljóp tíu kílómetra í hlaupi í Chicago um helgina og er byrjaður að æfa fyrir Chicago-maraþonið sem er haldið þann 12. október.

„Ég er mjög spenntur en líka stressaður. Þó það taki tólf tíma og ég þurfi að skríða til að komast í mark mun ég gera það,“ segir Graham um maraþonið í samtali við tímaritið People.

Hann lauk tíu kílómetra hlaupinu á klukkutíma og sextán mínútum en hann hefur lést um tæp sjötíu kíló síðan hann fór í hjáveituaðgerð í júlí í fyrra. Hann æfir reglulega og borðar sex litlar máltíðir á dag.

„Ég er enn um 114 kíló en ég er orðinn stæltari,“ segir Graham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.