Lífið

Nýtt lag frá Heiðu

Ellý Ármanns skrifar
Heiða Ólafsdóttir sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber heitið Spurningar. Hér neðar í grein má sjá tónlistarmyndbandið við lagið.  

Söngkonan skrifaði eftirfarandi skilaboð þegar hún birti myndbandið á Facebooksíðuna sína í morgun:

Stór dagur

„Góðan dag.  Fallegur og stór dagur fyrir mig runnin upp. Spennu og gleðistig mikið. Hér meðfylgjandi er nýja lagið mitt, Spurningar. Lagið og textinn fjallar um samtal mitt við sjálfa mig (og kannski aðra sem hafa verið á sama stað) þar sem ég hef oft í lífinu verið leitandi og ekki nógu hugrökk og þorin að kýla á hlutina og fljót að rífa mig niður. Og hvernig við breytumst frá því að vera óhrædd börn yfir í ofhugsandi og alltof hrædda fullorðna einstaklinga.“ 

Þakkar unnustanum

„En í textanum er að finna pepp til þess að leita svara við öllum þessum stóru spurningum í lífi mínu, trúa á sjálfa mig og taka stökkið í átt að draumum mínum, litlum og smáum. Lagið hefði aldrei komist alla leið hingað ef elsku Snorri Snorrason, minn uppáhalds, hefði ekki komið að því en hann er upptökustjóri lagsins sem þýðir í raun að ég spila nakið lagið fyrir hann og hann klæðir það í fallegan búning. Takk elsku ástin mín.

Bara gerðum þetta

„Og takk elsku Rebekka mín fyrir að kýla bara á að gera myndband í stuttu símtali okkar á fimmtudaginn í síðustu viku en við rukum út med det samme og bara gerðum'etta. You rock og ert svo hæfileikarík listakona!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.