Lífið

Hayden Panettiere er ólétt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Hayden Panettiere og úkraínski boxarinn Wladimir Klitschko eiga von á sínu fyrsta barni.

Hayden og Wladimir hittust fyrst í teiti árið 2009 og hafa verið sundur og saman síðan. Þau deituðu til ársins 2011 en vorið 2013 byrjuðu þau aftur saman og trúlofuðu sig fyrir um ári síðan.

Hayden talaði um sambandið við tímaritið Glamour, stuttu eftir að trúlofunarfréttirnar bárust.

„Ég hef lifað og mér finnst ég vera eldri og mér finnst eins og ég hafi verið fædd til að vera móðir,“ sagði Hayden meðal annars.

„Móðurhlutverkið er það fallegasta og mest spennandi sem til er,“ bætti leikkonan við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.