"Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum“ Ellý Ármanns skrifar 28. maí 2014 15:30 Tónlistarkonan Una Stef gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Songbook og inniheldur tíu frumsamin lög. Lagið Mama Funk er komið í spilun, en hlusta má á lagið hér neðst í grein. Viðtökurnar magnaðar „Það var yndislegt að fá plötuna loksins í hendurnar, þetta var augnablik sem mig hefur lengi dreymt um,“ segir Una sem hafði ímyndað sér allt það versta og var að vonum hæstánægð þegar platan komst heilu og höldnu til landsins. „Ég var búin að ímynda mér að hún myndi gleymast í einhverjum kassa á flugvellinum eða eitthvað svoleiðis, það hlyti að verða eitthvað drama úr þessu. Viðtökur við plötunni hafa verið magnaðar. Ég er búin að fá fullt af fallegum skilaboðum frá ýmsum áttum og fengið alveg gígantískan stóran skammt af ást og fögrum orðum. Mér þykir svo ótrúlega vænt um allt þetta. Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum, þeim þykir þetta svo magnað allt saman en þau eru að sjálfsögðu ekki hlutlaus,“ segir hún. Í sumar mun Una fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um landið auk þess sem hún kemur reglulega fram á höfuðborgarsvæðinu. „Á dagskránni eru nokkrir tónleikar með stórum nöfnum og alls kyns spennandi sem ég hlakka til að segja frá síðar.“Fer í gegnum tilfinningaskalannUna, sem hefur gjarnan verið kölluð hin íslenska Alicia Keys, segist vera annað og meira. Hún segir plötuna ljúfa en stuðlög leynast vissulega inn á milli. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann, tónlistin er poppuð með sálarfullum, R&B áhrifum.“ „Ég held líka að platan beri svolítið keim af því hvað það er að vera kona í dag. Mér finnst eins og konur í dag þurfi að vera svo ótrúlega mikilfenglegar og magnaðar. Helst ættum við að vinna baki brotnu á atvinnumarkaðinum, vera forstjórar og yfirmenn auk þess að vera mæður og óaðfinnanlegar húsfreyjur. Svo þyrftum við helst að vera gullfallegar í toppformi á sama tíma,“ segir Una.Semur tónlist frá hjartanu „Ég sem tónlist frá hjartanum og sem kona er þetta óneitanlega hlutur af mínu sálarlífi og þar verður þetta hluti af tónlistinni minni. Sem dæmi fjallar lagið Mama Funk um hina fullkomnu konu. Beyoncé var fyrirmyndin að þessu lagi enda er hún mikið ofurkvendi. Stundum fatta ég ekki hvernig hún fer að því að gera allt sem hún gerir. Mama Funk er kona sem allar konur vilja vera og allir menn girnast. Hún er falleg, klár, dugleg og búin að sigra heiminn. Þetta eru svo óeðlilegar væntingar og vonir fyrir eina manneskju - en þetta gerði skemmtilegt lag,“ segir Una glöð í bragði áður en kvatt er. Hlustaði á lagið Mama Funk hér: Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Tónlistarkonan Una Stef gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Songbook og inniheldur tíu frumsamin lög. Lagið Mama Funk er komið í spilun, en hlusta má á lagið hér neðst í grein. Viðtökurnar magnaðar „Það var yndislegt að fá plötuna loksins í hendurnar, þetta var augnablik sem mig hefur lengi dreymt um,“ segir Una sem hafði ímyndað sér allt það versta og var að vonum hæstánægð þegar platan komst heilu og höldnu til landsins. „Ég var búin að ímynda mér að hún myndi gleymast í einhverjum kassa á flugvellinum eða eitthvað svoleiðis, það hlyti að verða eitthvað drama úr þessu. Viðtökur við plötunni hafa verið magnaðar. Ég er búin að fá fullt af fallegum skilaboðum frá ýmsum áttum og fengið alveg gígantískan stóran skammt af ást og fögrum orðum. Mér þykir svo ótrúlega vænt um allt þetta. Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum, þeim þykir þetta svo magnað allt saman en þau eru að sjálfsögðu ekki hlutlaus,“ segir hún. Í sumar mun Una fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um landið auk þess sem hún kemur reglulega fram á höfuðborgarsvæðinu. „Á dagskránni eru nokkrir tónleikar með stórum nöfnum og alls kyns spennandi sem ég hlakka til að segja frá síðar.“Fer í gegnum tilfinningaskalannUna, sem hefur gjarnan verið kölluð hin íslenska Alicia Keys, segist vera annað og meira. Hún segir plötuna ljúfa en stuðlög leynast vissulega inn á milli. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann, tónlistin er poppuð með sálarfullum, R&B áhrifum.“ „Ég held líka að platan beri svolítið keim af því hvað það er að vera kona í dag. Mér finnst eins og konur í dag þurfi að vera svo ótrúlega mikilfenglegar og magnaðar. Helst ættum við að vinna baki brotnu á atvinnumarkaðinum, vera forstjórar og yfirmenn auk þess að vera mæður og óaðfinnanlegar húsfreyjur. Svo þyrftum við helst að vera gullfallegar í toppformi á sama tíma,“ segir Una.Semur tónlist frá hjartanu „Ég sem tónlist frá hjartanum og sem kona er þetta óneitanlega hlutur af mínu sálarlífi og þar verður þetta hluti af tónlistinni minni. Sem dæmi fjallar lagið Mama Funk um hina fullkomnu konu. Beyoncé var fyrirmyndin að þessu lagi enda er hún mikið ofurkvendi. Stundum fatta ég ekki hvernig hún fer að því að gera allt sem hún gerir. Mama Funk er kona sem allar konur vilja vera og allir menn girnast. Hún er falleg, klár, dugleg og búin að sigra heiminn. Þetta eru svo óeðlilegar væntingar og vonir fyrir eina manneskju - en þetta gerði skemmtilegt lag,“ segir Una glöð í bragði áður en kvatt er. Hlustaði á lagið Mama Funk hér:
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira