Lífið

Fékk blómavegg frá Kanye West

Kanye West gerði vel við unnustu sína Kim Kardashian á mæðradaginn.
Kanye West gerði vel við unnustu sína Kim Kardashian á mæðradaginn. Vísir/Getty
Kim Kardashian fagnaði sínum fyrsta mæðradegi með stæl í gær. Unnusti hennar, Kanye West, gaf henni heilan vegg þaktan hvítum rósum í mæðradagsgjöf. 

Parið eignaðist sitt fyrsta barn, North West,  í fyrra  sem er 10 mánaða í dag. Kardashian er í skýjunum með móðurhlutverkið ef marka má skilaboðin sem hún skrifaði á Instagram. 

„Þessi litla stúlka hefur breytt heiminum mínum meira en mig hefði nokkurn tíma grunað. Að vera móðir er besta tilfinning í heimi! Gleðilegan mæðradag allar mæður þarna úti!“

Talið er að Kardashian og West séu í þann mund að ganga í það heilaga en ekkert hefur fengist staðfest dagsetning frá parinu. Talið er að það brúðkaupið verði í Frakklandi. Það verður allavega stjörnum prýddur gestalisti og mikið húlluhæ hjá Kardashian-fjölskyldunni. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.