Lífið

Pelé elskar One Direction

Heldur óvænt uppákoma átti sér stað á tónleikum drengjahljómsveitarinnar vinsælu One Direction í Sao Paolo á laugardagskvöldið en knattspyrnugoðsögnin Pelé birtist tónleikagestum skyndilega á stórum skjá á sviðinu fyrir aftan meðlimi hljómsveitarinnar.

Þar tjáði hann viðstöddum að hann væri mikill aðdáandi sveitarinnar og að hann vildi ólmur stíga á svið með strákunum við tækifæri, en hinn 73 ára Pelé þykir lunkinn gítarleikari.

One Direction er gífurlega vinsæl hljómsveit.Nordicphotos/Getty
Bauð hann drengina velkomna til Brasilíu og hélt á fimm brasilískum landsliðstreyjum ætluðum fimmeningunum, þeim Harry, Louis, Liam, Niall og Zayn. 

Heimildamaður segir í samtali við slúðurmiðlana ytra að Pelé vinni mikið í þágu góðgerðarmála og að þessi uppákoma hans á laugardaginn sé upphaf á samstarfi hans með hljómsveitinni. Ágóðinn af því samstarfi komi svo til með að renna til góðra málefna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.