Lífið

Hann er stjórnsamur og hrokafullur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikkonan Jennifer Esposito og leikarinn Bradley Cooper skildu í maí árið 2007 eftir aðeins fimm mánaða hjónaband og hafa ekki tjáð sig um sambandsslitin til þessa.

Nú hefur Jennifer gefið út endurminningar sínar, Jennifer's Way, og fer ófögrum orðum um fyrrverandi maka sinn sem NY Daily News heldur fram að sé Bradley þó Jennifer nafngreini manninn ekki í bókinni.

Jennifer segir að henni hafi ekki fundist kappinn aðlaðandi en lýsir honum sem „fyndnum, gáfuðum, kotrosknum, hrokafullum og stjórnsömum.“

Þá segir hún einnig að maðurinn hafi leynt á sér og sýnt á sér vonda og kalda hlið stundum og að hann hafi verið afar fljótur að reiðast.

Jennifer segir að upp úr hafi slitnað þegar hún hafi farið á námskeið í Los Angeles þar sem hún ætlaði að vinna úr leiða og einmanaleika sem hún fann fyrir.

„Innan nokkurra daga var samband mitt á mjög lágu plani og innan viku var því lokið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.