Lífið

„Hún er beinagrind!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Erin Wasson birti mynd af sér á Instagram í gær þar sem hún sést sitja, ber að ofan í grasi og snýr baki að myndavélinni.

Rúmlega fimm þúsund manns líkar við myndina og hafa margir lýst yfir aðdáun sinni með holdafar konunnar.

„Svo mjó. Elska bakið hennar," skrifar einn aðdáandi fyrirsætunnar. Annars hins vegar svarar um hæl:

„Elskar bakið hennar!? Hún er beinagrind!“

Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við myndina og virðast fylgjendur stjörnunnar skiptast í tvær fylkingar varðandi holdafar hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.