Lífið

Grínaðist um skilnaðinn við Tiger

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona golfarans Tiger Woods, útskrifaðist úr Rollins-háskólanum með BA gráðu í sálfræði á laugardag.

Hún var einnig valin til að halda ræðu við skólaslitin þar sem hún útskrifaðist með hæstu einkunn í sínum bekk. Í ræðunni stóðst hún ekki mátið og gerði góðlátlegt grín að fyrrverandi eiginmanni sínum.

„Þegar ég kom inn á skrifstofu námsráðgjafa haustið 2005 var ég 25 ára, var nýflutt til Bandaríkjanna, gift og barnlaus. Í dag, níu árum seinna, er ég stoltur Bandaríkjamaður og ég á tvö, falleg börn. En ég er ekki lengur gift,“ sagði Elin og hlógu áhorfendur dátt. Hún nefndi Tiger aldrei á nafn en grínaðist aðeins meira með skilnað þeirra árið 2010 þegar upp komst að Tiger hefði haldið ítrekað framhjá henni.

„Það var rétt eftir að ég tók samskipta og fjölmiðla áfangann og óvænt var mér troðið í sviðsljósið. Ég hefði örugglega þurft að taka betur eftir í tímum.“

Ræðuna má sjá í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.