Lífið

Býður upp bílinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lady Gaga ætlar að bjóða upp Rolls Royce-bifreið sína hjá Julien's Auctions í Kaliforníu þann 17. maí. Byrjunarverð er þrjátíu þúsund pund, tæplega sex milljónir króna.

Bíllinn er árgerð 1990 og keypti lafðin hann fyrir fimm árum. Frægt er orðið þegar hún ferðaðist um Manhattan í bílnum í september árið 2012 til að kynna nýjan ilm sem hún setti á markað.

6,6 lítra vél er í Rollsinum og er hann búinn leðursætum.

Sérfræðingar telja að hann gæti farið á allt að 53 þúsund pund, rúmar tíu milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.