Lífið

Umtöluð gína fjarlægð úr búðargluggum

Baldvin Þormóðsson skrifar
Gínan vakti gríðarlega athygli.
Gínan vakti gríðarlega athygli. mynd/einkasafn
Frumkvöðullinn Michael Rudoy var ekki parsáttur við gínu sem hann sá í búðinni La Perla á verslunarleiðangri sínum í Soho um daginn.

Rudoy setti mynd af gínunni inn á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hann lýsti yfir reiði sinni vegna gínunnar sem hann lýsti í kjölfarið sem óeðlilega mjórri.

Skilaboðin sem Rudoy birti á Twitter voru svohjóðandi „Hvernig halda La Perla að rifbein á gínu séu í lagi!?" en verslunareigendur La Perla voru fljótir að bregðast við með því að fjarlægja gínuna úr búðarglugganum og senda frá sér yfirlýsingu á Twitter.

„Hin umtalaða gína hefur verið fjarlægð og mun ekki standa í nokkurri La Perla búð framar," stóð meðal annars í yfirlýsingu verslunareigendanna sem Rudoy tók vel undir og svaraði þeim að þau hefðu gert rétta hlutinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.