Lífið

Snillingurinn á bak við dansinn hjá Pollapönk

Ellý Ármanns skrifar
Birna Björnsdóttir, danskennari, danshöfundur og eigandi dansskóla Birnu Björns er snillingurinn á bak við dansspor Pollapönk í atriðinu þeirra sem landaði 15. sæti sælla minninga. Hún gaf okkur leyfi til að birta nokkrar instagram myndir sem hún tók á meðan á dvöl hennar stóð í Kaupmannahöfn með íslenska Eurovisionhópnum.

Birna smellti einni af Conchitu Wurst.mynd/instagram birnu
„Mitt hlutverk í Köben var að fylgja atriði Pollapönks eftir alla leið á svið, sjá um sviðshreyfingar, myndvinnslu og stöður í samvinnu við hópinn,“ segir Birna spurð um hlutverk hennar með íslenska hópnum.

Keppnin til fyrirmyndar

„Ferðin var í alla staði frábær. Skipulagningin og allt utanumhald Dananna var til fyrirmyndar og verð ég að segja að þetta var flottasta uppsetning á keppninni sem ég hef séð og hef ég nú farið á þær margar - allt frá árinu 1999.“

myndir/instagram birnu
Allir svo glaðir

„Íslenski hópurinn bar af hvert sem hann fór, enda allir svo glaðir, hressir og jákvæðir. Þetta er heilmikil vinna og margir dagar mjög langir og strangir hjá keppendum og stóðu strákarnir sig frábærlega,“ segir Birna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.