Lífið

Funda um sambandið

Það þótti koma mikið á óvart þegar Harry Bretaprins og kærasta hans Cressida Bonas hættu saman í síðasta mánuði en þau höfðu verið saman í um tvö ár. Nú greinir breska slúðurpressan frá því að fyrrum kærustuparið ætli að hittast og ræða sambandið sín á milli og reyna að finna lausn á vandamálum sínum.

„Þau vilja hittast og ræða málin. Faðir Cressidu er búinn að bjóða þeim afnot af sveitasetrinu sínu í Norfolk svo þau geti verið í algjöru næði,“ lét heimildarmaður hafa eftir sér.

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um það hvers vegna parið hætti saman en því hefur verið haldið fram að Harry hafi ekki þótt Cressida verið nógu fáguð í framkomu til þess að geta orðið meðlimur konungsfjölskyldunnar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.