Lífið

Nánast nakin á sviðinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Lady Gaga hélt tónleika í New York í gær en þeir voru hluti af Artpop-tónleikaferðalagi hennar.

Söngkonan er þekkt fyrir að vera afar litrík en gekk einu skrefi lengra á tónleikunum í stóra eplinu.

Stúlkan bauð upp á afar efnislítinn búning og sást aðeins í húðlituðum g-streng og netasokkabuxum. Grænir límmiðar sáu svo til þess að ekki sæist í geirvörtur hennar.

Lafðin á eftir að ferðast um heim allan með tónleikaferðalagið sem lýkur í París þann 24. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.