Lífið

Konur fjölmenntu - sjáðu myndirnar

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Nauthóli á fjölmennum hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna sem bar yfirskriftina „Vöxtur í ferðaþjónustu – tækifæri kvenna“ var rætt um framtíð og tækifæri í ferðamálum, með áherslu á að konur létu í auknu mæli til sín taka við stofnun nýrra fyrirtækja í greininni.

Í erindum kom fram að áhersla og eftirsóknarverður vöxtur í ferðaþjónstu tengist helst heilsu- og menningartengdri þjónustu. Framsögur voru áhugaverðar og vöktu eftirtekt gesta.

Meðal þeirra sem vorum með framsögur voru Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Eva MaríaÞórarinsdóttir Lange eigandi og framkvæmdastýra Pink Iceland og Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.


Margrét Friðriksdóttir, Margrét Halldórsdóttir og Hallfríður Karlsdóttir.

Margrét Friðriksdóttir og Halldór Halldórsson.

Eva María Þórarinsdóttir Lange, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.