Lífið

Dave Grohl með sjónvarpsþátt

Hinn músíkalski Dave Grohl leggur líð sína í sjónvarpið.
Hinn músíkalski Dave Grohl leggur líð sína í sjónvarpið. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Dave Grohl er kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á HBO-sjónvarpsstöðinni ef marka má miðla vestanhafs.

Í þættinum, sem er enn ónefndur, ætlar Grohl að kynna sér nokkur af þekktustu og helstu hljóðverum Bandaríkjanna. Hann er þó alkunnur slíkri framleiðslu vegna þess að í fyrra gerði kappinn myndina Sound City. Þar rekur hann sögu Sound City hljóðversins í Los Angeles, sem er eitt goðsagnakenndasta hljóðver heimsins.

Í þáttunum ætlar hann meðal annars að heimsækja hljóðver Steves Albini, Electrical Audio í Chicago og Rancho De La Luna hljóðverið í Joshua Tree í Kaliforníu en hljómsveit Grohls, Foo Fighters hefur tekið upp hluta af sinni nýjustu plötu þar.

Þátturinn verður hluti af vetrardagskrá HBO-stöðvarinnar og fer af stað síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.