Lífið

Heimsendir endurgerður í Bandaríkjunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera íslensku sjónvarpsseríuna Heimsendir sem var sýnd á Stöð 2 árið 2011 í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þetta kemur fram á vefsíðu The Hollywood Reporter.

Þættirnir voru um klukkutími að lengd hver á Íslandi en Showtime mun hafa sína þætti hálftíma langa.

Showtime er ein fremsta sjónvarpsstöð vestan hafs og hefur vakið athygli fyrir gæðaefni sem stöðin framleiðir sjálf, til dæmis Dexter, Californication, Shameless og The Tudors.

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm framleiddi þættina á Íslandi og hafa viðræður við Showtime staðið yfir um langt skeið.

Heimsendir fjallar um um vistmenn og sjúklinga á Heimsenda, afskekktri geðdeild fyrir fólk sem samfélagið hefur gefist upp á en með aðalhlutverk fóru Jörundur Ragnarsson, Halldór Gylfason og Pétur Jóhann Sigfússon.

Serían var tilnefnd til fernra Eddu-verðlauna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.